Réðst að dómara í fótboltaleik

Knattspyrnudómari á sextugsaldri þurfti að leita aðhlynningar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eftir líkamsárás sem átti sér stað eftir leik í utandeildinni á þriðjudagskvöld. Dómarinn hafði vikið árásarmanninum af velli og hann svaraði aftur fyrir sig með því að slá til dómarans og sparka undan honum fótunum.

Þrjú rifbein brotnuðu við atlöguna og sagði Valur Steingrímsson, knattspyrnudómarim lífsreynsluna slæma. Árásarmaðurinn ritaði afsökunarbeiðni til Vals og andstæðinga sinna í leiknum á vef liðsins. Þar segist hann sjá eftir framkomu sinni.

Valur segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann kæri atburðinn til lögreglu, það mun hann ræða við lögreglumann á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert