Ragnheiður komst í undanúrslit

Ragnheiður Ragnarsdóttir er komin í undanúrslit í 50 m skriðsundi …
Ragnheiður Ragnarsdóttir er komin í undanúrslit í 50 m skriðsundi á EM í Ungverjalandi. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir komst í morgun í undanúrslit í 50 m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Ungverjalandi. Hún fékk 19. besta tímann í undanrásunum af 51 keppanda. Þar þær reglur gilda að aðeins tveir keppendur frá hverri þjóð eigi geti unnið sér sæti í undanúrslitum var árangur fimm keppenda strikaður út. Á þeirri reglu rann Ragnheiður inn í undanúrslitin.

Ragnheiður synti á 25,45 sekúndum og var 15/100 frá eigin Íslandsmeti.

Ragnheiður keppir í undanúrslitum upp miðjum degi í dag eða um svipað leyti og Örn  Arnarson tekur þátt í úrslitum 100 m baksunds.  Sextán keppendur komst í undanúrslit í 50 m skriðsundi kvenna. Vegna fyrrgreindra regla um fjölda keppenda frá hverri þjóð í undanúrslitum var tveimur hollenskum sundkonum óheimilið þátttaka í undanúrslitum, einum Þjóðverja, einum Svía og einum Frakka.

Jakob Jóhann Sveinsson náði sér ekki á strik í 200 m bringusundi á mótinu í morgun. Hann varð í 26. sæti af 36 keppendum á 2.13,71 mínútu, sem er rúmum þremur sekúndum frá Íslandsmeti hans. 

Örn Arnarson hætti við þátttöku í 50 m flugsundi í morgun til þess að geta einbeitt sér að úrslitasundinu í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert