Orrustuþotur fylgja gulldrengjunum heim

Dönsku landsliðsmennirnir Lasse M. Boesen og Michael V. Knudsen
Dönsku landsliðsmennirnir Lasse M. Boesen og Michael V. Knudsen SCANPIX NORWAY

Danska landsliðið í handknattleik snýr heim frá Noregi í dag og verður tekið á móti hetjunum eftir öllum kúnstarinnar reglum. Tvær orrustuþotur munu m.a. fylgja flugvél gulldrengjanna til Kastrup flugvallar.

Danskar orrustuþotur af gerðinni F-16 munu fljúga á móti farþegaþotunni sem flytur Evrópumeistarana til Kaupmannahafnar, og fylgja þeim að Kastrup flugvelli.

Danskt landslið hefur ekki fengið slíkar móttökur síðan Danir unnu Evrópumótið í knattspyrnu árið 1992.

Frá Kastrup verður svo ekið á Ráðhústorgið þar sem m.a. Ritt Bjerregaard, borgarstjóri, tekur á móti þeim, ásamt dönskum handboltaunnendum, sem eflaust munu taka vel á móti sínum mönnum. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert