Norðmaður fyrstur í mark í öðrum áfanga Frakklandshjólreiðanna

Hushovd tók forystuna í lokin.
Hushovd tók forystuna í lokin. Reuters

Norðmaðurinn Thor Hushovd kom fyrstur í mark í öðrum áfanga Frakklandshjólreiðanna í dag. Hushovd gaf fram úr hópi keppenda skömmu áður en þeir komu í mark, en í þeim hópi var núverandi eigandi gulu treyjunnar, Spánverjinn Alejandro Valverde.

Þetta var sjötti áfangasigur Hushovd, sem hjólar fyrir Credit Agricole-liðið, í Frakklandshjólreiðunum, en áfanginn í dag hentaði honum afar vel því keppendur hjóluðu að mestu á flatlendi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert