Breskur sigur í Reykjavíkurmaraþoni

Hlaupararnir leggja af stað í morgun.
Hlaupararnir leggja af stað í morgun. mbl.is/Golli

Bretinn David Kirkland sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu, sem fór fram í morgun. Hann hljóp á 2 stundum 32,48 mínútum. Landa hans, Rozalyn Alexander, sigraði í kvennaflokki á 3 stundum og 58 sekúndum.

Í öðru sæti í karlaflokki varð Norðmaðurinn Gjermund Sørstad en hann kom í mark sex sekúndum á eftir Kirkland. Þriðji varð Pólverjinn Krzysztof Bartkiewicz, þremur mínútum á eftir sigurvegaranum. Fljótasti Íslendingurinn var Stefán Viðar Sigtryggsson á tímanum 2:46,40.

Fljótasta íslenska konan var  Björg Árnadóttir sem hljóp á 3:20,11.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert