Soffía rétt missti af bronsinu

Bryndís Rún Hansen og Soffía Klemenzdóttir ásamt Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni.
Bryndís Rún Hansen og Soffía Klemenzdóttir ásamt Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni. mbl.is

Soffía Klemenzdóttir rétt missti af bronsverðlaunum í 200 metra flugsundi á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Svíþjóð.

Fyrsta hluta mótsins er lokið og náði Soffía bestum árangri þeirra átta íslensku keppenda sem taka þátt í mótinu. Hún var í mikilli baráttu um þriðja sætið í sundinu en gaf aðeins eftir á síðustu metrunum.

Inga Elín Cryerreiöa varð í sjöunda sæti í 800 metra skirðsundi, Bryndís Rún Hansen varð sjöunda í 100 metra skriðsundi og Karen Sif Vilhjálmsdóttir níunda. Sindri Þór Jakobsson varð fimmti í 200 metra flugsundi og Lilja Ingimarsdóttir náði einnig fimmta sætinu í 200 metra bringusundi og Gunnar Örn Arnarsson varð níundi í sömu vegalengd. Þá lenti stúlknasveitin í fimmta sæti í 4x100 metra fjórsundi.

Einhver slappleiki hefur verið hjá íslensku keppendunum og varð Hrafn Traustason að hætta við þátttöku í þessum fyrsta hluta vegna veikinda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert