Tvær stinga sér til sunds

Sigrún Brá Sverrisdóttir.
Sigrún Brá Sverrisdóttir. Árni Sæberg

Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölni, og Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 m laug sem hefst í Rijeka í Króatíu í fyrramálið. Þær verða í eldlínunni strax á fyrsta keppnisdegi. Hrafnhildur keppir þá í undanrásum í 50 m bringusundi og Sigrún Brá í 100 m skriðsundi. 

Báðar eru þær skráðar til leiks í þremur greinum. Auk fyrrgreindra greina þá verður Hrafnhildur á meðal keppenda í 100 m fjórsundi og 100 m bringusundi. Sigrún Brá spreytir sig einnig í 200 og 400 m fjórsundi.

Hrafnhildur og Sigrún fjármagna ferð sína sjálfar þar sem fjárhagur Sundsambands Íslands er erfiður um þessar mundir. Þær eru báðar í góðri æfingu og líklegar til að gera harða atlögu að Íslandsmetum.

Með Hrafnhildi og Sigrúnu í för er Klaus Jürgen Ohk, þjálfari Hrafnhildur hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert