Mótmælandinn fær ekki bronsverðlaunin

Ara Abrahamian kastar verðlaunum sínum í gólfið að lokinni verðlaunahafhendingu …
Ara Abrahamian kastar verðlaunum sínum í gólfið að lokinni verðlaunahafhendingu á Ólympíuleikunum í Peking. Reuters

Svíinn Ara Abrahamian sem, hafnaði í þriðja sæti í 84 kg flokki í grísk-rómverskri glímu á Ólympíuleikunum í Peking í sumar, fær ekki bronsverðlaun sín afhent. Það hefur verið staðfest af alþjóðlegum íþróttadómastól en þangað vísaði Abrahamian málinu í eftir ólympíuleikana. Hann var sviptur verðlaununum eftir að hafa sýnt af sér óíþróttamannslega framkomu við verðlaunaafhendingu fyrir áðurnefnda keppnisgrein á Ólympíuleikunum.

Abrahamian  varð mjög ósáttur þegar hann tapaði á dómaraúrskurði í undanúrslitum í sínum þyngdarflokki í grísk-rómverskri glímu. Missti Abrahamian þar með af möguleikanaum á glíma til úrslita um gullverðlaun. Tók hann sig til og jós fúkyrðum yfir dómarana sem hann taldi ekki hafa unnið heiðarlega.

Nokkru síðar þegar verðlaun voru afhent og Abrahamian hafði tekið við bronsverðlaunum hélt hann áfram að skíta út dómarana. Mun hann síst hafa sparað stóru orðin. Auk þess þá kastaði hann verðlaunapeningi sínum í gólfið. Alþjóða ólympíunefndin greip þá til þess ráðs að taka verðlaunin af Abrahamian og afmunstra hann frá leikunum. Var Abrahamian m.a. Var keppnisréttur hans á leikunum afkallaður með þeim afleiðingum að Abrahamian var vísað úr ólympíuþorpinu þar sem keppendur bjuggu.

Eftir að Abrahamian rann reiðin þegar heim var komið eftir leikana ákvað hann að kæra úrskurði Alþjóða ólympíunefndarinnar en sem fyrr sem segir hafði hann ekki erindi sem erfiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert