Eva með fjögur skólamet í sundinu

Eva Hannesdóttir, sundkona úr KR, stóð sig vel á lokamóti nokkurra háskólaliða í sundi í Bandaríkjunum á dögunum og setti fjögur skólamet fyrir sinn skóla.

Eva hefur verið við nám og æfingar í New Orleans háskólanum og hefur keppt með sundliði skólans. Eva setti skólamet í 100 og 200 metra skriðsundi auk þess sem hún var í  boðssundsveit skólans sem setti tvö skólamet.

Eva synti 100 metra skriðsund (raunar er keppt í 25 yarda laug, en tímarnir sem eru hér innan sviga eru umreiknaðir miðað við að keppt sé í 25 metra laug) á 51,05 (56,64) og 200 metrana á 1.50,73 (2.02,59).

Hún synti einnig 50 metra skrið á 24,00 (26,64) og 500 metra skriðsund á 5.09,91 (5.43,99).  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert