Gervigras? Já takk

Á gervigrasi í Garðabæ.
Á gervigrasi í Garðabæ. mbl.is/Golli

Þau kaflaskil urðu í íslenskum fótbolta í vor að lið með gervigras á aðalleikvangi sínum mætti í fyrsta skipti til keppni í efstu deild karla. Það þýðir að 11 af 132 leikjum í deildinni í sumar, þ.e. heimaleikir Stjörnunnar í Garðabæ, fara fram á gervigrasi en 121 leikur verður væntanlega spilaður á náttúrulegu grasi.

Sumir halda reyndar að þetta séu meiri tímamót, og að nú sé í fyrsta skipti í sögunni spilað á gervigrasi í efstu deild karla. Það er fjarri sanni og í raun eru rúmir tveir áratugir síðan það var gert fyrst. Vorið 1988 voru þrír leikir í fyrstu tveimur umferðum efstu deildar spilaðir á gervigrasvellinum í Laugardal, en það voru heimaleikir hjá KR, Fram og Víkingi. Ári síðar var nákvæmlega það sama uppi á teningnum og sömu félög spiluðu öll fyrsta heimaleik sinn á tímabilinu á gervigrasinu, sem þá var það eina sinnar tegundar á landinu.

Sumarið 1991 var bætt um betur en vegna viðgerða á Kópavogsvelli lék Breiðablik sex af níu heimaleikjum sínum í deildinni á hinum nýja og svokallaða sandgrasvelli í Kópavogi, en hann stóð þar sem knattspyrnuhúsið Fífan var reist áratug síðar.

Meira um gervigrasvelli í Mogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert