Hafsteinn og Pétur langfyrstir

Hafsteinn Ægir Geirsson og Pétur Þór Ragnarsson ásamt bílstjóranum Albert …
Hafsteinn Ægir Geirsson og Pétur Þór Ragnarsson ásamt bílstjóranum Albert Jakobssyni og Helgu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ, á Akureyri í kvöld. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Hafsteinn Ægir Geirsson og Pétur Þór Ragnarsson urðu langfyrstir í hjólreiðakeppninni á milli Reykjavík og Akureyrar. Tólf lið lögðu af stað úr borginni klukkan sjö í morgun og þeir Hafsteinn og Pétur renndu inn í höfuðstað Norðurlands laust fyrir klukkan sjö í kvöld.  Þeir skiptust á um að hjóla.

Tveir voru í hverju liði og hjóluðu til skiptis. Meðalhraði sigurvegaranna var hvorki meira né minna en 39 km á klukkustund sem mun vera álíka hraði og í venjulegri tveggja klukkustunda keppni. Þeir sögðu að ótrúlega vel hefði gengið, aðstæður verið frábærir; sól, hiti og lítill mótvindur. Albert Jakobsson er liðsstjóri sigurvegaranna og bílstjóri.

Í öðru sæti urðu Hákon Hrafn Sigurðsson og Valgarður Sæmundsson og ökumaður þeim með Sigurður A. Hákonarson, og í þriðja sæti urðu bræðurnir Anton Örn Elfarsson og Rúnar Karl Elfarsson. Ökumaður með þeim var Davíð Þór Sigurðsson.

Þessi lengsta hjólreiðakeppni ársins er á vegum Ungmennafélags Íslands; kynningargrein á Landsmótinu sem hefst á Akureyri á morgun og haldin til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá fyrsta Landsmótinu, sem var á Akureyri árið 1909.

Lið númer tvö kemur í mark, sigurvegararnir standa á gangstéttinni …
Lið númer tvö kemur í mark, sigurvegararnir standa á gangstéttinni og klappa fyrir keppinautunum. mbl.is/Skapti
Sigurvegararnir fengu sér eina með öllu eftir að þeir komu …
Sigurvegararnir fengu sér eina með öllu eftir að þeir komu í mark við bensínstöð Olís við Tryggvabraut. mbl.is/Skapti
Hafsteinn Ægir, fyrir framan, og Pétur Þór á fullri ferð …
Hafsteinn Ægir, fyrir framan, og Pétur Þór á fullri ferð eftir Krossanesbraut á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert