Fjórir íslenskir keppendur í úrslitum á EM

Pálmi Guðlaugsson komst í úrslit í 50 metra skriðsundi í …
Pálmi Guðlaugsson komst í úrslit í 50 metra skriðsundi í morgun. Hér er hann við laugarbakkann í morgun. mbl.is/ifsport

Þriðji keppnisdagur Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi hófst í morgun og taka sex íslenskir keppendur þátt í dag. Eyþór Þrastarson, Pálmi Guðlaugsson, Sonja Sigurðardóttir og Ragnar Ingi Magnússon keppa síðdegi í úrslitum í sínum greinum. Aníta Ósk Hrafnsdóttir komst ekki í úrslit í 100 metra baksundi og Skúli Steinar Pétursson tók þátt í 100 metra baksundi en komst ekki áfram.

Eyþór Þrastarson keppir kl. 17.12 í úrslitum í 400 metra skriðsundi í S 14 flokki. Pálmi Guðlaugsson keppir í 50 metra skriðsundi í S6 flokki kl. 17.18.  Sonja Sigurðardóttir keppir kl. 20.03 í 50 metra baksundi. Ragnar Ingi Magnússon bætti sig um 4 sekúndur í 100 metra baksundi í undanrásunum í morgun. Ragnar keppir til úrslita í S14 flokknum kl. 20.28 í kvöld.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert