Strákarnir fengu silfur í Istanbúl

Egill Þormóðsson lagði upp markið í kvöld.
Egill Þormóðsson lagði upp markið í kvöld. mbl.is

Íslenska landsliðið í íshokkí, skipað piltum 20 ára og yngri, fékk í kvöld silfurverðlaunin í 3. deild heimsmeistaramótsins í Istanbúl. Íslenska liðið beið þá lægri hlut fyrir Ástralíu í úrslitaleik mótsins, 1:3, en bæði liðin unnu sér sæti í 2. deild.

Ástralir voru með undirtökin frá byrjun. Þeir komust yfir á 5. mínútu og bættu tveimur mörkum við í öðrum leikhluta. Staðan var þá 3:0 en Snorri Sigurbjörnsson náði að svara fyrir Ísland 8 mínútum fyrir leikslok, eftir sendingu frá Agli Þormóðssyni.

Ísland vann alla aðra leiki sína á mótinu og sigraði Nýja-Sjáland, 4:0, í undanúrslitum í gær en sá leikur réð úrslitum um hvort liðið ynni sér sæti í 2. deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert