Ottey sú elsta á EM

Merlene Ottey, á fullri ferð.
Merlene Ottey, á fullri ferð. Reuters

Hlaupadrottningin Merlene Ottey varð í dag elsti íþróttamaðurinn til að keppa á EM í frjálsum, en þá tók hún einn sprett fyfir Slóveníu í 4x100 metra boðhlaupi.

Ottey stendur á fimmtugu og þar til hún keppti í morgun var Frakkinn Nicole Brakebusch-Leveque sú elsta sem hafði keppt á EM, en hún keppti í maraþoni þegar hún var 47 ára.

Ottey er fædd á Jamaíku en er orðin slóvenskur ríkisborgari. Sveitinni tókst ekki að komast áfram úr riðlinum þannig að Ottey hefur lokið keppni.

„Þetta var erfitt. Venjulega get ég hlaupið keppinautinn uppi, en núna gekk það ekki. Fæturnir á mér voru svo þungir,“ sagði Ottey að lokinni keppni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert