Gunnar og Auður Olga unnu tvöfalt

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. mbl.is

Gunnar Nelson og Auður Olga Skúladóttir unnu tvenn gullverðlaun á Íslandsmeistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu í gær, bæði í sínum þyngdarflokkum og í opnum flokki.

Alls voru um 80 keppendur frá fimm félögum víðs vegar af landinu og mikill fjöldi áhorfenda mætti í húsnæði Ármenninga í Laugardalnum til að fylgjast með íslensku bardagaköppunum. Gunnar Nelson og Auður Olga keppa bæði fyrir hönd Mjölnis sem vann langflest verðlaun á mótinu en keppendur frá
Mjölni urðu m.a. í þremur efstu sætum í opnum flokkum bæði karla á kvenna.

Þess má geta að Gunnar Nelson hefur orðið Íslandsmeistari á öllum
Íslandsmeistaramótum í Brasilísku Jiu Jitsu hér á landi, bæði í sínum þyngdarflokki og í opnum flokki og hefur aldrei tapað einni einustu glímu á
neinu mótanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert