Raunhæfur möguleiki á London 2012

Ásgeir Sigurgeirsson skotmaður með loftskammbyssuna.
Ásgeir Sigurgeirsson skotmaður með loftskammbyssuna. mbl.is/Árni Sæberg

„Pabbi var í skotíþróttunum og fór með mig þegar ég var sautján ára í skotfélagið. Það átti vel við mig og svo fór fólk að segja að ég væri pínu góður og þá langaði mann að ná meiri árangri og æfa meira. Þetta var snjóbolti sem stækkaði alltaf,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur, sem hefur að undanförnu náð góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi.

Hann hirti tvenn silfurverðlaun á alþjóðlegu móti í Hollandi um helgina og fyrir síðustu jól vann hann sterkt mót í Lúxemborg þar sem bronsverðlaunahafi frá Ólympíuleikum var á meðal keppenda.

Ásgeir er í 50. sæti á heimslistanum og stefnir að sjálfsögðu hærra, hann er aðeins 26 ára gamall og því langur ferill framundan hjá drengnum. „Það er mjög misjafnt hvenær menn toppa, það getur verið allt frá mínum aldri og upp úr. Ég er til að mynda með sænskan þjálfara sem heitir Ragnar Skanåger. Ég held að hann hafi farið á sex Ólympíuleika og síðast þegar hann var í kringum sextugt.“ 

„Ég er alveg þokkalega bjartsýnn, það eina sem mig vantar er reynslan og ég fæ peninga til að fara á alþjóðleg mót. Það gefur mér mjög mikið og gerir mig á endanum að betri skotmanni. Fyrir mig er þetta langþráður draumur sem er alveg raunhæfur," segir Ásgeir um markmið sitt að komast á ÓL í London 2012.

Sjá nánar viðtal við Ásgeir í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert