Cavendish fljótastur í dag

Keppendur í Frakklandshjólreiðunum.
Keppendur í Frakklandshjólreiðunum. Reuters

Bretinn Mark Cavendish var fljótastur á sjöundu dagleið Frakklandshjólreiðanna í dag.  Norðmaðurinn Thor Hushovd heldur forustunni í keppninni. Raunar er mjótt á mununum því Hushovd hefur 1 sekúndu forskot á Ástralann Cadel Evans.

Hörð keppni var um sigur á dagleiðinni, sem var 218 km vegalengd frá La Mans til Chateauroux. Cavendish varð naumlega á undan Ítalanum Alessandro Petacchi, Þjóðverjanum  Andre Greipel og Frakkanum Romain Feillu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert