Óskar og Ingibjörg íþróttafólk ársins í Grindavík

Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir ásamt Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra.
Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir ásamt Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra. www.grindavík.is.

Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir voru valin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur árið 2011 við hátíðleg athöfn á gamlársdag í Hópsskóla. Óskar var fyrirliði og lykilmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar og Ingibjörg Yrsa var lykilmaður bæði í körfubolta- og knattspyrnuliði Grindavíkur í ár.

Ingibjörg fékk 81 stig af 100 mögulegum og Óskar 79. Þetta er þriðja árið í röð sem kjörið er kynjaskipt. Sem fyrr var starf UMFG kraftmikið í ár og komu alls 4 Íslandsmeistaratitlar í hús og einn Norðurlandameistaratitill.

UMFG og afrekssjóður Grindavíkur stóðu fyrir kjörinu. Fjölmenni var við afhendinguna. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri afhenti íþróttafólki ársins verðlaunin að þessu sinni en Kristinn Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi, stýrði samkomunni. Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari körfuboltaliðs Grindavíkur, afhenti einnig verðlaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert