ÍR-ingar fyrstir í maraþoni

Guðmundur Guðnason úr ÍR og Ásdís Káradóttir úr ÍR sigruðu í heilu maraþoni í Vormaraþoni Félags maraþonhlaupara sem fram fór í dag.

Það voru 28 sem hlupu heilt maraþon í blíðunni í dag og 248 hlupu hálft maraþon. Guðmundur hljóp á 2.52,21 og Hrafn Ómar Gylfason, einnig úr ÍR, varð annar á 3.00,28.

Hjá konunum var Ásdís á 3.32,43 og næst henni Elín Ruth Reed, Laugaskokki, á 3.38,16.

Thomas Godfroy kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni á 1.12,39 og í kvennaflokki var það Birna Varðardóttir, Boot Camp, sem kom fyrst í mark á 1.26,44.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert