Eygló og Eva komust ekki í undanúrslitin

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tvær íslenskar sundkonur, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Eva Hannesdóttir, voru á meðal keppenda í undanrásum í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í sundi í 50 metra laug í Debrecen í Ungverjalandi í morgun.

Hvorug þeirra náði að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Eygló Ósk synti á tímanum 2.03,31 mínútu og varð í 22. sæti. Eygló var nánast Íslandsmetinu en hún setti það í síðasta mánuði þegar hún synti á 2.03,08 mín. og Eva Hannesdóttir varð í 26. sæti á tímanum 2.03,58 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert