Aníta í 4. sæti á HM 19 ára og yngri

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Morgunblaðið/Kristinn

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR var grátlega nálægt því að vinna til verðlauna í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í Barcelona. Hún hafnaði í 4. sæti en var í því þriðja þar til á lokasprettinum. 

Aníta hljóp vegalengdina á 2:03,23 mínútum en Íslandsmet hennar í greininni frá því í
gær er 2:03,15 mínútur.

Árangur Anítu er vitaskuld frábær ekki síst þegar haft er í huga að hún er einungis 16 ára gömul og á því mörg ár eftir í þessum aldursflokki. 

Aníta byrjaði af krafti og var fyrst að 400 metrum loknum á 58,29 sekúndum. Hún virtist ætla að ná 3. sætinu en á lokasprettinum geystist  Manal El Bahraoui fram úr og náði bronsinu á 2:03,09 sekúndum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert