Glæsileg opnunarhátíð Smáþjóðaleikanna

15. Smáþjóðaleikar Evrópu voru settir á þjóðarleikvangnum í Luxemborg í kvöld en keppni á leikunum hefst í fyrramálið.

Opnunarhátíðin var glæsileg hjá Luxemborgurum í kvöld en þátttökuþjóðirnar níu gengu inn á völlinn og var vel fagnað af fjölmörgum áhorfendum og þá tóku ungmenni frá Luxemborg stóran þátt í opnunarhátíðinni með skemmtilegum atriðum.

Íslenski hópurinn var fjölmennur á opnunarhátíðinni en alls eru íslensku keppendurnir 125 talsins en með þjálfurum, fararstjórum, flokkstjórum og öðru fylgdarliðið taldi íslenski hópurinn um 200 manns. Það var körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir sem var fánaberi Íslands að þessu sinni.

Jacques Rogge forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar var á meðal gesta á opnunarhátíðinni og flutti ræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert