Liverpool að missa af Eriksen til Dortmund

Þýskaland frekar en England?
Þýskaland frekar en England? AFP

Liverpool virðist vera missa af lestinni í baráttunni um danska miðjumanninn Christian Eriksen, samherja Kolbeins Sigþórssonar hjá Hollandsmeisturum Ajax.

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Borussia Dortmund hafi boðið Ajax 10 milljónir punda fyrir leikmanninn en á endanum hafi verið samið um 13 milljóna punda greiðslu fyrir Eriksen.

Þessi 21 árs gamli landsliðsmaður Danmerkur á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Ajax og er á meðal eftirsóttari leikmönnum í Evrópu.

Hann sló rækilega í gegn í Meistaradeildinni í vetur þar sem Ajax var í dauðariðlinum með Dortmund, Man. City og Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert