Anton heldur áfram að safna gullverðlaunum

Anton Sveinn ánægður með gullverðlaunapeninginn sem hann fékk fyrir 400 …
Anton Sveinn ánægður með gullverðlaunapeninginn sem hann fékk fyrir 400 metra skriðsundið. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Anton Sveinn McKee, sundkappinn skæði úr Ægi, vann tvær einstaklingsgreinar á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.

Anton bar sigur úr býtum í 400 metra skriðsundi á tímanum 3.59,25 mínútum og hann varð einnig hlutskarpastur í 200 metra bringusundinu þar sem hann kom í mark á tímanum 2.16,97 mínútum.

Hrafnhildur Lúthersdóttir vann öruggan sigur í 200 metra bringusundi á tímanum 2.31,28 mínútum og bætti hún eigið mótsmet sem hafði staðið frá því á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir fjórum árum.

Hrafn Traustason nældi í silfur í 200 metra bringusundinu en hann synti á tímanum 2.19,56 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert