Metin eru sett til að slá þau

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. AFP

Íslenska sundfólkið hélt áfram að sanka að sér verðlaunapeningum á öðrum keppnisdeginum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í gær. Íslendingar unnu alls til 12 verðlauna í gær, fimm gull, fjögur silfur og þrjú brons.

Eitt Íslandsmet féll en kvennasveitin í 4x200 metra skriðsundi bætti Íslandsmetið og mótsmetið þegar hún kom í mark á 8.25,74 mínútum. Í sveitinni voru þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Inga Elín Cryer, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir.

Anton Sveinn McKee vann tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppninni og hann fékk silfur í boðsundinu í 4x200 metra skriðsundi. Anton Sveinn bar sigur úr býtum í 400 metra skriðsundi og kom einnig fyrstur í mark í 200 metra bringusundinu. Eygló Ósk vann sigur í 100 metra baksundi á nýju mótsmeti og þá tók Hrafnhildur Lúthersdóttir gullið í 200 metra bringusundi.

Undirbúningur fyrir HM

,,Ég var bara mjög sátt við sundið. Ég ætlaði mér að komast hraðar, á 1.01 mín og bæta Íslandsmetið en ég er samt mjög sátt við sundið og tímann,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir við Morgunblaðið eftir sigurinn í 100 metra baksundinu þar sem hún kom í mark á 1.02,89 mínútum og bætti mótsmetið frá því hún sló það í undanrásunum. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir varð í öðru sæti í sundinu.

Fleiri viðtöl við sundfólkið á Smáþjóðaleikunum má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert