Bjarni: Ákvað í apríl að stefna á þetta

„Maður getur ekki annað en verið sáttur. Þetta er 1,5 sekúndu betra en fyrir tíu dögum síðan,“ sagði Bjarni Malmquist Jónsson eftir að hann kom langfyrstur í mark í sínum riðli í 400 metra grindahlaupi í Evrópukeppni landsliða sem nú stendur yfir í Slóvakíu.

Bjarni varð í 7. sæti í heildarkeppninni og náði í 9 stig fyrir íslenska liðið en hann kom í mark á 55,28 sekúndum og bætti árangur sinn frá árinu 2007. Það er ekki hvað síst athyglisvert miðað við hve skamman tíma Bjarni hefur einbeitt sér að undirbúningi fyrir greinina sem hann hefur ekki verið að keppa í síðustu ár. Rætt er við Bjarna í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert