„Auðvitað er ég reið“

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir var illa svikin af mótshöldurum á sjálfu heimsmeistaramótinu í Barcelona í gær. Hún varð jöfn finnskum keppanda í 17.-18. sæti í 50 metra baksundi á 28,62 sekúndum, nýju og glæsilegu Íslandsmeti. Sextán fyrstu keppendurnir komust í undanúrslit en þar sem einn þeirra dró sig úr keppni opnaðist laust sæti. Ef allt væri eðlilegt hefðu Ingibjörg og sú finnska átt að keppa sín á milli um þetta lausa sæti í sérstöku umsundi.

Sú varð ekki raunin. Hörður J. Oddfríðarson, formaður sundsambandsins, sem staddur er í Barcelona, og Jacky Pellerin landsliðsþjálfari reyndu hvað þeir gátu til að ná sambandi við mótshaldara, sem aldrei höfðu samband við íslenska hópinn, á meðan Ingibjörg beið í von og óvon, en það tókst of seint.

Nánar er rætt við Ingibjörgu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert