Eygló einu sæti frá undanúrslitum

Eygló Ósk Gústafsdóttir var grátlega nærri því að komast í …
Eygló Ósk Gústafsdóttir var grátlega nærri því að komast í undanúrslit. mbl.is/Ómar

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi var aðeins 18/100 úr sekúndu frá því að komast inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í Barcelona í dag. Hún var þó talsvert langt frá Íslandsmeti sínu.

Eygló Ósk synti á 2:12,32 mínútum en metið hennar frá því í fyrra er 2:10,38 mínútur. Missy Franklin frá Bandaríkjunum varð fyrst í riðli Eyglóar, sem og í öllum undanrásum samanlagt, á 2:07,57 mínútum.

Eins og lesendum er eflaust kunnugt um frá tilviki Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur nær Eygló í undanúrslitin ef einhver þeirra 16 keppenda sem komnir eru í undanúrslit dregur sig út úr keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert