Fetar í fótspor þeirra allra bestu í Evrópu

Aníta Hinriksdóttir fékk boð á Demantamót undir lok tímabilsins eftir …
Aníta Hinriksdóttir fékk boð á Demantamót undir lok tímabilsins eftir magnaðan árangur sinn á árinu. Ljósmynd/Árni Torfason

Aníta Hinriksdóttir, 17 ára heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi, var á laugardaginn útnefnd vonarstjarna Evrópu í frjálsíþróttum fyrir árið 2014 á glæsilegu galakvöldi í Tallinn í Eistlandi.

Hún tók við verðlaununum úr hendi úkraínsku stangarstökksgoðsagnarinnar Sergeis Bubka en honum til aðstoðar var heimamaðurinn Erki Nool, gamall keppinautur Jóns Arnars Magnússonar í tugþrautinni hér á árum áður.

Eintómir meistarar

Það eru engin smánöfn sem Aníta hefur ritað nafn sitt á meðal með því að hampa þessum verðlaunum.

Þrír af karlmönnunum sem útnefndir hafa verið vonarstjarnan, Raphael Holzdeppe (stangarstökk), Teddy Tamgho (langstökk) og David Storl (kúluvarp), urðu allir heimsmeistarar í Moskvu í ágúst sl. og fyrsta konan sem útnefnd var vonarstjarna Evrópu var Bretinn Jessica Ennis-Hill, ólympíumeistari í sjöþraut.

Þá fékk franski spretthlauparinn Christophe Lemaitre þessi verðlaun árið 2009 en hann er tvöfaldur Evrópumeistari í 100 metra hlaupi.

Nánar er fjallað um kjörið á Anítu og myndir frá hátíðinni má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert