Æfingar ganga vel hjá Vonn

Lindsey Vonn á ferðinni í Val d'Isere í frönsku Ölpunum …
Lindsey Vonn á ferðinni í Val d'Isere í frönsku Ölpunum í dag. AFP

Lindsey Vonn verður á meðal keppenda á heimsbikarmóti í Val d'Isere í Frakklandi um helgina og hefur gengið vel í æfingakeppnum fyrir mótið.

Vonn er ríkjandi ólympíumeistari í bruni og hún varð í 2. sæti á æfingamóti í Val d'Isere í dag, rétt á eftir Dominique Gisin frá Sviss. Tina Maze varð í 3. sæti.

Vonn er óðum að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné á HM í Schladming í byrjun árs. Hún keppti á fyrsta heimsbikarmóti sínu í Lake Louise fyrir tveimur vikum og náði þar 5. sæti í risasvigi. Eftir keppni þar kvaðst hún ætla að að keppa á 1-2 mótum í viðbót fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi í febrúar.

„Ég vil helst ná að komast að minnsta kosti á verðlaunapall, og helst vinna eitt mót, áður en ég fer til Sochi. Það myndi styrkja mig mikið andlega,“ sagði Vonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert