U19 ára landsliðið hóf keppni á Ítalíu í gær

Sara Högnadóttir er með landsliðinu á Ítalíu.
Sara Högnadóttir er með landsliðinu á Ítalíu. mbl.is/Árni Sæberg

Í gær hófst Italian Junior International mótið sem U19 landslið Íslands í badminton tekur þátt í. 

Í einliðaleik karla léku Daníel Jóhannesson og Helgi Grétar Gunnarsson. Daníel mætti Rowan Scheurkogel frá Belgíu og tapaði 15:21 og 14:21. Helgi Grétar mætti Brais Alves frá Spáni og tapaði 17:21 og 11:21. 

Í einliðaleik kvenna lék Sara Högnadóttir á móti Sixtine Roy frá Belgíu. Sara vann örugglega 21:9 og 21:15. Í annarri umferð mætti Sara Ronju Stern frá Sviss. Sara tapaði 22:24 og 16:21. Sigríður Árnadóttir lék gegn Lidiu Rainero frá Ítalíu og vann 21:18 og 21:18. Í annarri umferð mætti Sigríður Janine Lais og tapaði eftir oddalotu.

Margrét Finnbogadóttir mætti Önnu Mikhalkova frá Úkraínu og tapaði naumlega eftir oddalotu 21:17, 11:21 og 19:21. Margrét Jóhannsdóttir mætti Lucreziu Boccasile frá Ítalíu og vann auðveldan sigur 21:6 og 21:10. Í annarri umferð mætti Margrét Camillu Taramelli frá Ítalíu og vann örugglega 21:6 og 21:10. Í dag mætir Margrét í þriðju umferð Alidu Chen frá Hollandi en Chen er raðað númer tvö inn í greinina. 

Í tvíliðaleik karla mættu Eiður Ísak Broddason og Helgi Grétar Gunnarsson þeim Stijn De Langhe og Flor Spanhove sem var raðað númer fimm inn í greinina. Eiður Ísak og Helgi Grétar töpuðu 13:21 og 13:21. Sigurður Sverrir Gunnarsson og Daníel Jóhannesson mættu Fran Galjer frá Króatíu og Dragoslav Petrovic frá Serbíu. Sigurður Sverrir og Daníel unnu eftir oddalotu 16:21, 21:17 og 21:15. Þeir mæta á morgun Pierrick Deschenaux og Joel König frá Sviss en þeim er raðað númer tvö inn í greinina.

Í tvíliðaleik kvenna mættu Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir þeim Theu Johansen og Hege Rikheim frá Noregi og unnu 21:7 og 21:14. Þær mæta á morgun í annarri umferð Clöru Azurmendi og Isabel Fernandez frá Spáni sem er raðað númer þrjú til fjögur inn i greinina. Margrét Finnbogadóttir og Sigríður Árnadóttir mættu Virginie Lousberg og Sixtine Roy frá Belgíu og unnu eftir oddalotu 21:11, 19:21 og 21:6. Þær mæta á morgun í annarri umferð Katarina Beton og Önu Mariju Setina frá Slóveníu sem er raðað númer þrjú til fjögur inn í greinina.

Í tvenndarleik léku Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir gegn Sean Vendy og Lydiu Powell frá Englandi og töpuðu 15:21 og 19:21. Eiður Ísak Broddason og Margrét Finnbogadóttir kepptu í fyrstu umferð gegn Matteo Bellucci og Giuliu Fiorito frá Ítalíu og unnu eftir oddalotu 21:17, 19:21 og 21:12. Í annarri umferð mættu þau Christoph Muhri og Ninu Sorger frá Austurríki og unnu þau 21:15 og 21:14. Þau keppa í þriðju umferð á morgun.

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir kepptu við Filip Budzel og Ivana Zychova frá Tékklandi og unnu 21:18 og 21:14. Þau duttu út í annarri umferð þegar þau mættu ítalska parinu Lukas Osele og Karin Maran en leikurinn fór í oddalotu og endaði með sigri þeirra ítölsku 21:16, 17:21 og 21:16. Helgi Grétar Gunnarsson og Sara Högnadóttir sátu hjá í fyrstu umferð og mættu í annarri Matthew Widdicombe og Jessicu Hopton frá Englandi. Helgi Grétar og Sara töpuðu 9:21 og 19:21.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert