Sjáðu landsliðið syngja sig í gang

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí brá ekki út af vananum fyrir sigurleikinn gegn Ísrael í dag og söng þjóðvísu Jóns Thoroddsen, Krummi svaf í klettagjá, með tilþrifum áður en það hélt inn á svellið.

Mbl.is fékk að laumast inn í búningsklefann og sjá strákana kyrja fyrsta erindi vísunnar áður en þeir unnu svo Ísraelsmenn og tryggðu sér silfurverðlaun í A-riðli 2. deildar HM, sem er besti árangur í sögu Íslands.

Hefð er fyrir því hjá liðinu að syngja fyrsta erindið fyrir leik, og svo fyrstu tvö erindin takist liðinu að fara með sigur af hólmi. Sú hefur orðið raunin í fjögur skipti af fimm mögulegum hér í Serbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert