Hórmangari á Jamaíku

Asafa Powell var dæmdur í 18 mánaða keppnisbann á dögunum …
Asafa Powell var dæmdur í 18 mánaða keppnisbann á dögunum af meintum hórmangara sem er varaforseti lyfjaeftirlits Jamaíku. AFP

Ekkert lát virðist vera á hneykslismálum innan lyfjaeftirlits Jamaíku. Í síðustu viku var 18 mánaða bann yfir spretthlauparanaum og fyrrverandi heimsmethafa í 100m hlaupi, Asafa Powell þar sem hann hafði neytt ólöglegra lyfja.

Powell er langt frá því að vera eini frjálsíþróttamaðurinn frá Jamaíku sem fallið hefur á lyfjaprófi á síðustu 12 mánuðum og hafa flest spjót beinst að lyfjaeftirliti Jamaíku sem þykir ekki hafa sinnt starfi sínu almennilega, því allir þeir íþróttamenn þjóðarinnar sem fallið hafa á lyfjaprófi undanfarin ár hafa fallið á alþjóðlegum lyfjaprófum en staðist öll próf í heimalandinu.

Til að bæta gráu ofan á svart stendur svo nú yfir rannsókn hefur Lennox Gayle varaforseti lyfjaeftirlits Jamaíku verið handtekinn fyrir hórmang og hafa sjö vændiskonur jafnframt verið handteknar vegna málsins og stendur frekari rannsókn nú yfir.

Gayle sat í þriggja manna úrskurðarnefnd sem ákvað lengdina á keppnisbanni hlauparana Asafa Powell og Sherone Simpson fyrr í þessum mánuði. En lyfjaeftirlitið í Jamaíku er á endanum ábyrgt fyrir því að dæma íþróttamenn þjóðarinnar sem falla á lyfjaprófum í keppnisbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert