Með Ólympíuleika á heilanum

Setningarhátíð ólympíuleika er jafnan tilkomumikil.
Setningarhátíð ólympíuleika er jafnan tilkomumikil. mbl.is/ap

Ég get verið með Ólympíuleika á heilanum. Kannski er það vegna þess að ég naut þeirra forréttinda að vera í London á síðustu sumarleikum sem fréttamaður og fjalla um þá. Það er reyndar hluti ástæðunnar.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Ólympíuleikum, en það var mér mikið kappsmál að komast til London, rétt eins og það er kappsmál fyrir íþróttamenn að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Að upplifa leikana í London 2012 færði þennan Ólympíuáhuga minn svo nokkrum hæðum ofar.

Þess vegna er kannski ekkert skrýtið að ég sé stöðugt að velta fyrir mér hinu og þessu tengdu næstu Ólympíuleikum sem verða í Ríó de Janeiro í Brasilíu þótt það séu í dag 839 dagar þar til leikarnir verða settir við taktfasta samba-tónlist.

Sjá viðhorfsgrein Þorkels Gunnars í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert