Þrjú Íslandsmet komin í Glasgow

Jón Margeir Sverrisson, Thelma Björg Björnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir …
Jón Margeir Sverrisson, Thelma Björg Björnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir eru öll keppendur á Opna breska meistaramótinu í sundi fatlaðra í Glasgow. mbl.is/Golli

Þrjú Íslandsmet litu dagsins ljós á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramótsins í sundi fatlaðra í Glasgow í Skotlandi í gær. Thelma Björg Björnsdóttir setti tvö Íslandsmet og Jón Margeir Sverrisson eitt met.

Thelma Björg bætti Íslandsmetið í 100m bringusundi kvenna í S6, fötlunarflokki hreyfihamlaðra þegar hún synti á 2:03,17 mín. Millitíminn var jafnframt nýtt Íslandsmet í 50m bringusundi.

Jón Margeir Sverrisson sló Íslandsmetið sitt í 100m skriðsundi í S14 fötlunarflokki þroskahamlaðra þegar hann á 55,20 sek. Hann synti jafnframt hraðast allra karla óháð fötlunarflokkum.

Tveir aðrir Íslendingar eru meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu. Það eru Kolbrún Alda Stefánsdóttir sem keppir í S14 fötlunarflokknum og Aníta Ósk Hrafnsdóttir sem einnig keppir í S14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert