Frábær leikur tveggja framúrskarandi handboltaliða

Guðmundur Guðmundsson þjálfari Rhein-Neckar Löwen.
Guðmundur Guðmundsson þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

„Þetta var frábær leikur tveggja framúrskarandi handboltaliða. Það er leiðinlegt til þess að vita að aðeins annað þeirra kemst í undaúrslit Meistaradeildarinnar," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, á blaðamannafundi eftir að lið hans vann Spánarmeistara Barcelona, 38:31, á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.

„Ég er mjög ánægður með leik minna manna. Þeir léku frábæran varnarleikur og flottan sóknarleik. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir sinn leik," sagði Guðmundur ennfremur og lofandi einnig 13.200 áhorfendur í SAP-íþróttahöllinni fyrir að hafa myndað einstaka stemningu.

„Síðari leikurinn er eftir og við gerum okkur vel grein fyrir að okkur bíður erfiður leikur í Barcelona á næsta laugardag," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen og undirstrikaði að kálið væri ekki sopið þótt í ausuna væri komið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert