Seigla í Stjörnumönnum

Stjörnumenn fögnuðu öðrum sigrinum í röð í gærkvöldi.
Stjörnumenn fögnuðu öðrum sigrinum í röð í gærkvöldi. mbl.is/Styrmir Kári

Stjarnan úr Garðabæ neitar að gefast upp. Öðru sinni í úrslitarimmu karla í blaki náði liðið með mikilli seiglu að sigra HK og nú er svo komið að staðan er 2:2 og hreinn oddaleikur verður í Fagralundi á laugardaginn.

Leikurinn í Ásgarði í gærkvöldi var hin mesta skemmtun, bæði lið léku ágætlega á köflum en gerðu líka aragrúa mistaka, Stjarnan þó heldur færri og sigraði 3:2 eftir að HK var komið í 1:2.

Stjarnan vann 25:23 í fyrstu hrinu sem var bæði jöfn og skemmtileg frá upphafi til enda. HK tók næstu tvær 19:25 og 20:25 og allt virtist einhvern veginn vera auðveldara hjá HK en Stjörnumönnum sem urðu að hafa mun meira fyrir hverju stigi en Kópavogsliðið. En það kom ekki að sök því seiglan sagði til sín.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert