Sjö Íslendingar keppa á NM í lyftingum

Gísli Kristjánsson Íslandsmeistari í opnum flokki karla á Íslandsmótinu í …
Gísli Kristjánsson Íslandsmeistari í opnum flokki karla á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum 2014. Hann verður meðal keppenda á NM í Noregi í lok mánaðar. Ljósmynd/CFRvk

Landsliðshópur Íslands fyrir Norðurlandamótið í ólympískum lyftingum sem verður haldið Vigrestad í Noregi 30. maí - 1. júní hefur verið valinn. Í honum eru sjö keppendur, fimm konur og tveir karlar.

Anna Hulda Ólafsdóttir, LFR, mun keppa í -58 kg flokki, Björk Óðinsdóttir, KFA, og Þuríður Erla Helgadóttir í -63 kg flokki og Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ármanni, og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, UMFN, í -69 kg flokki.

Karlarnir tveir eru svo Björgvin Karl Guðmundsson, LFR, sem mun keppa í -85 kg flokki og Gísli Kristjánsson sem keppir í +105 kg flokki.

Þjálfari er Árni Björn Kristjánsson og honum til aðstoðar er Elísabet Sóley Stefánsdóttir. Þá verður Lárus Páll Pálsson, formaður Lyftingasambands Íslands, einnig með í för sem dómari á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert