Ólafur bestur í Svíþjóð

Ólafur Guðmundsson fagnar marki fyrir Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson fagnar marki fyrir Kristianstad. Ljósmynd/Heimasíða Kristianstad

Ólafur Andrés Guðmundsson leikmaður sænska handknattleiksliðsins Kristianstad er besti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni að mati handboltasérfræðinga sænska blaðsins Aftonbladet en það eru þeir Johan Flinck og Kent-Harry Andersson.

Ólafur yfirgefur Kristianstad eftir tímabilið en sem kunnugt er hefur landsliðsmaðurinn samið við þýska liðið Hannover-Burgdorf til tveggja ára. Ólafur verður í eldlínunni með liði sínu annað kvöld en þá mætir það Lugi í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitunum en Lugi hefur betur, 2:1.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert