Ásdís: Allt á réttri leið hjá mér

Ásdís Hjálmsdóttir varði Íslandsmeistaratitil sinn í spjótkasti á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika í dag, en erfiðar aðstæður gerðu keppendum erfitt fyrir.

„Þetta var ekki sérstaklega langt hjá mér en aðstæður voru frekar erfiðar. Ég er samt í fínu standi,“ sagði Ásdís við mbl.is, en hún kastaði lengst 55,51 metra í stífum vindi og rigningu með köflum. Hún segir æfingar ganga vel en hún keppir næst í Sviss á þriðjudaginn kemur.

 „Ég fór heim eftir Evrópubikarinn og tók smá enduruppbyggingartímabil og er að koma aftur núna að keppa. Næst er það svo svissneska meistaramótið eftir tvær vikur. Ég er spennt að vera á heimavelli þar,“ sagði Ásdís, en hún býr og æfir í Sviss. Nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

Fylgst er með Meist­ara­mót­inu í FRÁLSAR Í BEINNI hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert