Aníta keppir í fyrsta riðli í kvöld

Aníta Hinriksdóttir keppir í undanrásum í 800 m hlaupi kvenna …
Aníta Hinriksdóttir keppir í undanrásum í 800 m hlaupi kvenna í HM unglinga í kvöld. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Aníta Hinriksdóttir keppir í fyrsta riðli í undanrásum 800 metra hlaups kvenna í heimsmeistaramótinu 19 ára og yngri í frjálsíþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Keppt er í fjórum riðlum í undanrásum og komast þrjár fyrstu í hverjum riðli áfram í undanúrslit og svo fjórar til viðbótar með bestu tímana. Það komast því samtals 16 í undanúrslit.

Aníta er skráð inn með besta tímann í sínum riðli í undanrásunum, 2:01,81 mín. Sú sem er skráð með næstbesta tímann í ár inn í riðil Anítu er Georgia Griffith frá Ástralíu með tímann 2:04,05 mín. Aníta hleypur á þriðju braut í kvöld.

Hlaup Anítu hefst klukkan 19.15 að íslenskum tíma eða 12.15 að staðartíma í Eugene. Keppni í undanúrslitum fer svo fram klukkan 19.55 annað kvöld og keppt er til úrslita klukkan 3.00 að íslenskum tíma, aðfaranótt föstudags.

Aníta á fjórða besta tímann

Mótið sem allt miðast við hjá Anítu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert