Aníta: Var svolítið stressuð

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Ljósmynd/IAAF

„Ég var svolítið stressuð fyrir hlaupið, því þetta er mjög stórt mót. Þannig að taugarnar voru þandar. En mér leið vel í hlaupinu. Auðvitað er samt alltaf erfitt að hlaupa þessa vegalengd,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við vefsjónvarp Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, eftir að hafa unnið sinn riðil í undanrásum 800 metra hlaups kvenna í heimsmeistaramótinu 19 ára og yngri í frjálsíþróttum í Eugene í Bandaríkunum.

„Það gefur mér kannski smá sjálfstraust að koma inn í þetta mót sem heimsmeistari 17 ára og yngri. Kannski helst samt reynslan að hafa hlaupið þrjú hlaup í röð á svona stuttum tíma í fyrra,“ sagði Aníta sem fannst allt hafa gengið að óskum í undanrásunum í gær.

„Já, ég held það. Að mestu leyti, þannig að ég er bara glöð,“ sagði Aníta Hinriksdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert