Fimm í landsliðinu í alpagreinum

Skíðasamband Íslands hefur tilkynnt val á landsliði Íslands í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2014 til 2015 en það er skipað þremur konum og tveimur körlum. Fjalar Úlfarsson er áfram landsliðsþjálfari en hann tók við því starfi árið 2012.

Eftirtalin skipa landsliðið::

Einar Kristinn Kristgeirsson – Akureyri
Erla Ásgeirsdóttir – Garðabær
Freydís Halla Einarsdóttir – Reykjavík
Helga María Vilhjálmsdóttir – Reykjavík
Magnús Finnsson – Akureyri

Arnar Geir Ísaksson, María Guðmundsdóttir og Sturla Snær Snorrason gáfu ekki kost á sér í landslið en María tilkynnti formlega fyrir skömmu að hún væri hætt keppni á skíðum í kjölfarið á þrálátum meiðslum.

Þá voru þau Arnar Geir Ísaksson, Arnór Dagur Dagbjartsson og Auður Brynja Sölvadóttir frá Akureyri, Sigurður Hauksson og Sturla Snær Snorrason frá Reykjavík og Thelma Rut Jóhannsdóttir frá Ísafirði valin í æfingahóp fyrir heimsmeistaramót unglinga á næsta vetri.

Ennfremur var tilkynntur æfingahópur ungs og efnilegs skíðafólks og hann skipa eftirtalin ungmenni:

Andrea Björk Birkisdóttir – Dalvík
Arnar Birkir Dansson – Akureyri
Bjarki Guðjónsson – Akureyri
Björn Ásgeir Guðmundsson – Reykjavík
Egill Snær Birgisson – Akureyri
Elísa Arna Hilmarsdóttir – Reykjavík
Fanney Ísaksdóttir – Akureyri
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Reykjavík
Jón Gunnar Guðmundsson – Reykjavík
María Eva Eyjólfsdóttir – Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert