Franskur íshokkímaður til Bjarnarins

Nicolas Anatonoff.
Nicolas Anatonoff.

Íshokkílið Bjarnarins úr Reykjavík hefur fengið til sig reyndan franskan atvinnumann og samið við hann um að leika með félaginu á komandi keppnistímabili.

Hann heitir Nicolas Anatonoff, er 33 ára gamall varnarmaður, og hefur leikið megnið af sínum ferli með Grenoble þar sem hann hefur m.a. hampað franska meistaratitlinum

Þá hefur hann leikið með Mont-Blanc, Villard-de-Lans og Morzine-Avoriaz-Les Gets í efstu deild í Frakklandi og eitt ár með Stjerne í norsku úrvalsdeildinni.

Anatonoff mun jafnframt þjálfa hjá Birninum en hann hefur þjálfað mikið hjá Grenoble undanfarin ár og verið aðstoðarþjálfari hjá yngri liðum félagsins.

„Við  gerum miklar væntingar til hans og það verður gaman að fá varnarsinnaðan þjálfara í okkar teymi fyrir komandi tímabil," sagði Stefán Örn Þórisson hjá Birninum við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert