Alþjóðlegur þjálfari í Laugardal

Guðbjörg Guttormsdóttir sýnir listir sínar á skautasvellinu. Hún verður Louis …
Guðbjörg Guttormsdóttir sýnir listir sínar á skautasvellinu. Hún verður Louis Stong til aðstoðar við þjálfun á Íslandi. rig.is

Kanadíski skautaþjálfarinn Louis Stong verður yfirþjálfari í alþjóðlegum æfingabúðum í Skautahöllinni í Laugardal sem standa munu yfir í tvær vikur nú fyrir komandi keppnistímabil.

Stong hefur þjálfað heimsklassa skautara, ólympíufara og heimsmeistara og mun leiðbeina íslenskum og erlendum skauturum í æfingabúðunum. Stong vinnur meðal annars með stökk, spor og tækni þar sem sérstök áhersla verður á skautara sem komnir eru í alþjóðlega keppnisflokka.

Íslenskur þjálfari, Guðbjörg Guttormsdóttir, mun vinna með honum í búðunum og vonast yfirþjálfari listhlaupadeildar SR, John Kauffman, til að það muni skila sér inn í starfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert