Williams frísk og til í slaginn

Serena Williams var niðurbrotin þegar hún þurfti að hætta leik …
Serena Williams var niðurbrotin þegar hún þurfti að hætta leik á Wimbledon-mótinu. AFP

Serena Williams sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, er óðum að ná fyrri styrk eftir að hafa sýkst af vírus á Wimbledon-mótinu um síðustu mánaðamót.

Hin 32 ára gamla Williams þurfti þá að hætta leik í tvímenningi með systur sinni Venus, en áður hafði hún fallið úr leik strax í þriðju umferð. Hún snýr hins vegar aftur á Opna bandaríska meistaramótinu í lok næsta mánaðar þar sem hún hefur fagnað sigri síðustu tvö ár, en það er eitt af risamótunum fjórum.

Serena hefur unnið 17 risamót á ferlinum í einliðaleik og 15 í tvímenningi, svo risatitlarnir eru í heildina 32 talsins. Á síðustu fimm árum hefur hún unnið að minnsta kosti tvö risamót á hverju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert