Bolt snýr aftur um helgina

Usain Bolt bregður á leik á fréttamannafundi á Samveldisleikunum.
Usain Bolt bregður á leik á fréttamannafundi á Samveldisleikunum. AFP

Sá íþróttamaður sem hefur fengið mesta athygli á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi, sem nú standa yfir er spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku. Samt keppir Bolt aðeins í 4x100 metra boðhlaupi. Eftirvænting manna er þó mikil að sjá Bolt á hlaupabrautinni á ný, því heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupum hefur ekki keppt opinberlega síðan í september á síðasta ári.

Bolt hefur æft vel í Glasgow og ætlar sér að koma sterkur til leiks um helgina þegar keppt verður í boðhlaupinu. Yfirleitt keppir Bolt ekki með boðhlaupssveitum Jamaíku fyrr en í úrslitum, en þar sem hann keppir ekki í neinni annarri grein í Glasgow gæti hann verið með boðhlaupssveitinni í undanrásum á föstudag.

Fyrsta 100 metra hlaup Bolts í ár verður á Copacabana-ströndinni í Rio í Brasilíu 17. ágúst. Svo keppir hann á móti í Póllandi 23. ágúst og á Demantamótinu í Zürich í Sviss 28. ágúst. Í öll skiptin keppir hann í 100 m hlaupi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert