Guðbjörg úr leik næsta mánuðinn

Guðbjörg Gunnarsdóttir missir af komandi landsleik gegn Dönum.
Guðbjörg Gunnarsdóttir missir af komandi landsleik gegn Dönum. mbl.is/Ómar

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fór í aðgerð á hné í gærmorgun vegna meiðsla sem hafa plagað hana undanfarnar vikur og mánuði.

„Hún heppnaðist vel og læknarnir telja að ég verði klár í að spila á ný eftir fjórar vikur. Það er stefnan hjá mér að byrja þá en ég mun að sjálfsögðu ekki taka neina heimskulega sénsa,“ sagði Guðbjörg við Morgunblaðið í gær.

Hún verður því ekki með í leik Íslands og Danmerkur í undankeppni HM á Laugardalsvellinum 21. ágúst en ætti að geta byrjað að spila með sínu nýja liði, Lilleström, fljótlega eftir það. Lilleström er efst í norsku úrvalsdeildinni en Guðbjörg samdi við félagið fyrr í sumar eftir að hafa leikið með Turbine Potsdam í Þýskalandi frá áramótum.

Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst á ný eftir sumarfrí 9. ágúst og líkast til missir Guðbjörg af fjórum leikjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert