Kári Steinn keppir við fótboltalið

Kári Steinn Karlsson, hlaupari.
Kári Steinn Karlsson, hlaupari. mbl.is/Golli

Hlauparinn Kári Steinn Karlsson verður ekki með ÍR-ingum í bikarkeppni FRÍ sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og á morgun. Kári Steinn er að búa sig undir komandi Evrópumót í frjálsum íþróttum sem fram fer í Zürich en þar keppir hann í maraþonhlaupi sunnudaginn 17. ágúst, á lokadegi mótsins.

Kári Steinn mun engu að síður reima á sig keppnisskóna á morgun en þá keppir hann í 10 kílómetra hlaupi í Brúarhlaupinu á Selfossi. Þar segist Kári Steinn búast við að fá góða keppni en leikmenn úr knattspyrnuliði Árborgar hafa skorað á hann í keppni. Munu knattspyrnumennirnir skiptast á að hlaupa um 800 metra og freista þannig þess að halda í við besta langhlaupara landsins.

„Formið er gott og það er aldrei að vita nema Íslandsmetið verði í hættu ef veðrið verður stillt,“ sagði Kári Steinn við Morgunblaðið í gær en Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi á Jón Diðriksson úr UMSB, 30 mínútur og 11 sekúndur, og er það orðið 31 árs gamalt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert