Efstu sætin í Reykjavíkurmaraþoni

Frá Reykjavíkurmaraþoninu í morgun.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. mbl.is/Eggert

Gríðarlegur fjöldi fólks þreytti Reykjavíkurmaraþon í dag, en 1.055 voru skráðir í heilt maraþon og 2.491 í hálft maraþon. Þá hlupu 7.035 10 kílómetra, 30 lið tóku þátt í maraþon-boðhlaupi, 1.879 hlupu 3 kílómetra og 2.712 tóku þátt í Latabæjarhlaupinu.

Skráðir erlendir þátttakendur eru meira en 2.000 talsins frá 62 þjóðernum og hafa aldrei verið fleiri í sögu hlaupsins.

Hér fyrir neðan má sjá þá sem enduðu í efstu sætunum.

Maraþon - karlar
1. Matthew Pelletier, Bandaríkjunum, 02:18:00
2. Wojciech Kopec, Póllandi, 02:29:05
3. Andy Norman, Bretlandi, 02:30:01

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni og því er fyrsti íslenski karlinn sem kom í mark, Arnar Pétursson, Íslandsmeistari í maraþoni 2014.

  1. Arnar Pétursson, 02:31:23
  2. Pétur Sturla Bjarnason, 02:40:53
  3. Valur Þór Kristjánsson, 02:49:23

Maraþon - konur
1. Sarah Brown, Bretlandi, 03:01:47
2. Melissah Kate Gibson, Ástralíu, 03:04:52
3. Erika Verdugo, Mexíkó, 03:10:34

Maraþonið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni og því var fyrsta íslenska konan, Tinna Lárusdóttir, krýnd Íslandsmeistari í maraþoni.

Fyrstu þrjár íslensku konurnar

  1. Tinna Lárusdóttir,  03:27:28
  2. Melkorka Árný Kvaran, 03:41:01
  3. Pálína Sigurðardóttir, 03:48:28

Hálft maraþon - karlar
1. Christian Will, Bandaríkjunum, 01:08:44
2. Þorbergur Ingi Jónsson, Íslandi, 01:09:37
3. Dave Norman, Bretlandi , 01:11:13

Fyrstu þrír íslensku karlarnir voru:
1. Þorbergur Ingi Jónsson 01:09:37 (5.besti tími Íslendings í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni
2. Björn Margeirsson 01:14:07
3. Guðni Páll Pálsson 01:17:07

Hálft maraþon - konur
1. Helen Ólafsdóttir, Íslandi, 01:23:36
2. Anna Berglind Pálmadóttir, Íslandi, 01:29:24
3. Amanda Robotti, Bandaríkjunum, 01:29:36

Þriðja íslenska kona í mark var Eva Skarpaas Einarsdóttir á 01:29:52.

10 km - karlar
1. Ingvar Hjartarson, 32:25
2. Sæmundur Ólafsson, 33:37
3. Bjartmar Örnuson, 35:48

10 km - konur
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 36:55 (3.besti tími kvenna í sögu hlaupsins)
2. María Birkisdóttir, 38:20
3. Guðlaug Edda Hannesdóttir, 38:48

Boðhlaup
1. Helgason og kó, 3:12:55
2. Íþróttabandalag alheimsins (ÍA), 3:17:43
3. Tvær fúlar og tvær viðutan, 3:17:50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert